Fræðandi heimildarmynd um þau gríðalegu áhrif sem Ísrael og ísraelskir þrýstihópar hafa og utanríkisstefnu Bandaríkjamanna. Sýnt er hvaða áhrif það getur haft á Bandaríska embættismenn að ræða stefnu Ísraels eða stefnu Bandaríkjanna sem viðkemur Ísrael opinberlega. Endurkosning á þing er nánast útilokuð, þeir eiga í hættu að vera kallaðir gyðingahatarar eða vera refsað af öðrum meðlimum þingsins með því að fá nei við öllum frumvörpum sem viðkoma þeirra kjördæmi.
Besta nýlega dæmið eru fjöldamorð Ísraels á Gaza svæðinu. Engin þingmaður Bandaríkjanna þorði að lýsa sinni skoðun á því. Obama var búinn að gagnrýna harðlega innrás Rússlands inn í Georgíu en sagði síðar um árás Ísraels á Palestínu að það væri ekki í hans verkahring að tjá sig um utanríkisstefnu Bandaríkjanna áður en hann kæmist til valda.
Hann var einn af aðal gestum á síðustu AIPAC ráðstefnu.
Það er ekki að ástæðulausu að Ísrael hafi dregið sig úr átökunum nánast sama dag og Obama tók við embættinu.
Wednesday, March 18, 2009
Subscribe to:
Posts (Atom)