Friday, November 28, 2008

Uncovered: The whole truth about the Iraq war

Mjög fræðiandi mynd um allt ruglið sem bandaríkjastjórn setti saman og kynnti bæði Bandaríkjaþingi og síðan Sameinuðuþjóðunum um gerðeyðingarvopnin í Írak til að sannfæra fólk um að stríðið ætti rétt á sér. Rætt er við af fyrrverandi starfsmenn innan ríkisstjórnarinnar, þ.a.m Joe Wilson sem komst í fréttirnar þegar ríkisstjórnin ákvað að leka því í fjölmiðla að konan hans væri starfsmaður CIA eftir að hann skrifaði m.a grein í NY Times um lygarnar sem áttu sér stað innan Bandarísku ríkisstjórnarinnar um að Írak hefði keypt Úraníum frá Afríku.

Friday, November 7, 2008

Taxi to the darkside

Þessi mynd fjallar um hvernig Bandaríkjastjórn hefur brotið allar reglur geneva sáttmálans til að geta pyntað yfirheyra meinta hryðjuverkamenn í Bagram, Guantanamo bay og Abu ghraib í skjóli þeirra hryðjuverkalagana sem þeir settu eftir 9.11.

Frábær mynd sem var tilnefnd til óskarsverðlauna árið 2007 fyrir bestu heimildarmyndina.