Thursday, December 18, 2008

Hvað olli heimskreppunni

Það er nokkrar megin ástæður fyrir heimskreppunni sem skall á. Flestir gera sér grein fyrir ástæðunum en þær eru fleiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Þetta byrjaði í raun allt þegar The federal reserve eða Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði stýrivexti í eitt prósent eftir netbóluna og hryðuverkaárásina 9. september. Vaxtalækkanir í Bandaríkjunum komu til með að áhrif á allann heiminn.

Fæstir vita að Seðlabanki Bandaríkjanna er í einkaeigu. Aldrei hefur verið gert grein fyrir hverjir eiga bankann og það á líklega aldrei eftir að koma í ljós. Það hefur verið viðskiptahalli í Bandaríkjunum í mörg ár og honum hefur verið haldið gangandi af Seðlabankanum með því að prenta peninga sem sem er ekki innistæða fyrir. Margir sérfræðingar telja að virði dollarans í dag sé nokkur cent. Hann lifi á forni frægð. Ríkisstjórn Bandaríkjana heldur Batteríinu gangandi með lánum til að halda verðbólgunni í skefjum, viðhalda herstöðvum í um 160 löndum, halda úti stríði í Írak og Afganistan og nú henda peningum inn í Fjármála-og bílageirann til að reyna að fá hjólin til að snúast á ný.

Seðlabanki Bandaríkjanna á Fort Knox í dag. Þeir hafa í raun tekið allt gullið upp í skuldir fyrir peningana sem Ríkistjórnin hefur látið prenta fyrir sig. Talið er að Ríksjóður Bandaríkjanna skuldi 8.3 trilljónir Bandaríkjadala. Japönum skulda þeir $640 Billjónir. En mikið af þessum skuldum er vegna olíukaupa. Meðal þeirra er Íran sem hatar Bandaríkin og eru með ahmadinejad sem forseta sem hefur m.a látið hafa eftir sér að hann vilji sprengja Ísrael í loft upp og neitar því að Helförin hafi átt sér stað. Þeir eru einnig á "Axis of evil" lista George W. Bush. Valensúela með Hugo Chavez forseta í farabroddi: Maður sem þeir hafa reynt að steypa af stóli og hefur hætt að selja þeim olíuna langt undir markaðsvirði eins og tíðkaðist áður en hann komst til valda, Saudí Arabía sem átti víst flesta þá hryðjuverkamenn sem tóku þátt í 9/11 og eiga víst helming af þeim rótæku múslimum sem eru að sprengja sjálfa sig í loft upp í Írak og fleiri lönd eins og Ecuador, Líbía og Rússar. Síðast en ekki síst kínverjar sem þeir skulda $321 billjónir. Land sem kemst upp með hrottalega glæpi gegn Tíbet á meðan Bandaríkjamenn horfa í hina áttina. Hillary Clinton lýsti þessu ástandi ágætlega þegar hún sagði. "Hvenig getum við að skammað bankastjórann okkar?"

Eftir að Seðlabanki Bandaríkjanna lækkaði vextina fóru stór úflutningslönd eins og Kína á stað og fóru að lána Bandarískum og Evrópskum fjármálafyrirtækjum peninga á mjög lágum vöxtum. Þetta hafði í för með sér gríðalega ódýr lán fyrir einstaklinga og þá aðalega fyrirtæki og vogunarsjóðir sem fóru að fjáresta í fyrirtækjum og öðrum eignum sem gerði það að verkum að verðmæti þessara eigna fór uppúr öllu valdi. Þetta er nákvæmlega það sem íslensku bankarnir gerðu, tóku lán á mjög lágum vöxtum og lánuðu, einstaklingum og fyrirtækjum. Besta dæmið er líklega fasteignamarkaðurinn. Það virtist litlu máli skipta á hvaða stoðum fyrirtækin voru byggð á allt virtist hækka vegna þessarar gríðalegu bjartsýni sem fjármálamarkaðurinn og heimurinn allur hafði á þessum tíma. Bankastarfsmenn gátu einnig leikið sér með peninga annara og grætt gríðalega fjárhæðir á því. En þeir höfðu litlar áhyggjur ef þessar fjárfestingar myndu ekki skila sér því þeir voru að leika sér með peninga annara. en eins og hefur komið hefur í ljós þá þurfti lítið út á að bregða til að allt myndi hrynja.


Subprime Mortgages

Græðgin náði hámarki þegar Bandarískar fjármálafyrirtæki fóru að bjóða Subprime Mortgages, fasteignalán til einstaklinga sem sem höfðu litla til enga greiðsugetu og hefðu aldrei komist í gegnum greiðslumat undir eðlilegum kringustæðum. Mörg af þessum fyrirtækjum kynntu lánin fyrir kaupendum eins og þau væru á fastri prósentu en í raun stóð í fína letrinu að fyrirtækin höfðu rétt á að skoða vaxtakjör á þriggja mánaða fresti. Sprenging varð á fasteignamarkaðinum, allir gátu keypt hús, öll fyrirtæki vildu taka þá í kapphlaupinu og allir vildu vera fyrstir. Til eru dæmi þar sem þar sem fasteignir voru metnar með hjálp Google Earth og auglýsingar birtar í blöðunum sem hljómuðu á þennan máta "Ertu Ómenntaður og Atvinnulaus, kannski nýkominn úr fangelsi? komdu til okkar og við reddum þér fasteignaláni á góðum kjörum!"

Þessi lán áttu eftir að hafa áhrif á allann heiminn og þá aðalega Evrópu. Lánin voru seld til Evrópu á góðum kjörum og fjárfestignafélögin keyptu bréfin með með lítilli sem vitnesku um hvað lá á baki og ef eigendur fasteignana hættu að borga af lánunum yrðu bréfin verðulaus. Það var nákvælega það sem gerðist.

Fjármálafyrirtækin hækkuðu vexti á íbúðareigendur uppúr öllu valdi, verðbólga skall á, olíuverð hækkaði og fasteignareigendur hættu að borga af lánunum. Áður fyrr setti fólk allt á ís, kreditkort og önnur lán en nú eru tímarnir aðrir og fólk gaf fasteignina mun fyrr upp á bátinn en áður hafði þekkst. Þegar Northern Rock sótti um lán frá Seðlabanka Bretlands og Fannie mae og Freddie Mac fór að hrynja fór fólk að sjá bresti í markaðinum.



Credit default swap

Stóra sprengingin varð þegar Bandaríkjaþing samþykkti lög um Credit default swaps eða skuldatryggingu. Árið 1997 fékk JPMorgan Chase snilldar hugmynd að kynna aftur til sögunnar skuldartryggngu. Árið 2000 var frumvarpið lagt fyrir alþingi. Frumvarpið var 11.000 blaðsíður að lengd og var lagt fyrir þingið þegar um vika var til Jóla. Þetta var ekkert rætt á þinginu og fáir ef einhver á þingi höfðu lesið það. Enda er það víst algengt. Traust var sett á þennan svokallaða frjálsa markað sem Alan Greenspan og Bill Clinton höfðu miklar mætur á og svo að sjálfsögðu með hjálp Þrýstihópa frá Wallstreet var frumvarpið samþykkt á síðasta degi fyrir hlé þingsins. Bill Clinton skrifaði frumvarpið síðan í lög innan við viku eftir að þetta hafði verið samþykkt. Ekki nóg með að það væri búið að lögleiða eitthvað sem var í raun hluti af fjárhættuspila löggjöfinni heldur var orðið ólöglegt að halda gagnsæi á þessum hluta makaðarins.

Skuldatrygging er ekki óþekkt fyrirbæri í Bandaríkjunum. Það var mjög vinsælt að veðja á verðbréfamarkaðinn í kringum 1900, þetta var leið fyrir þá sem höfðu ekki efni á að kaupa bréf í fyrirtækjum til að taka þátt með að veðja á hvort bréfin myndu hækka eða lækka. Þetta var gert ólöglegt árið 1907 þegar verðbéfamarkaðurinn hrundi og var sett undir Fjárhættuspilalöggjöfina.

Í stuttu máli gerði Skuldartygging það að verkum að fyrirtæki eða einstaklingar gátu fjárfest í fyrirtækjum, fasteignabréfum eða í raun hverju sem er og fengu gríðalega háan arð af sýnum fjárfestingum.

T.d tóku mikið af eftirlaunasjóðum þátt í þessu vegna þess að nú sáu þeir leið til að kaupa í fyrirtækjum með mikla áhættu sem skilaði miklum arði (eitthvað sem þeir höfðu ekki mátt gera hingað til) en var um leið var það tryggt af sem talið var áhættulitlum fyrirtækjum eins og AIG sem tók í staðinn litla prósentu af arðinum.

En það sem gerðist var að fjárfestur, vogunarsjóðir og annað fóru í stað þess að kaupa í fyrirtækjum þá keyptu þeir aðeins tryggingu á fyrirtæki. Segjum að Sjóður X myndi skoða General Motors, þeir hefðu séð að þeir væru illa staddir og væru líklegar að leggja upp hlaupana. Þá í stað þess að fjárfesta í fyrirtækinu þá keyptu þeir einungis tryggingu af AIG. Sjóður X var semsagt að veðja á það að General Motors færi og hausinn og þeir gætu svo leyst út trygginguna hjá AIG. Þetta var nákvæmlega það sem gerðist.

Bankarnir og Tryggingafélög eins og AIG og Leahman Brothers skiluðu met hagnaði fyrir fjárfesta og starfsmenn og eigendur þessara fyrirtækja úthlutuðu sér himinnhá ofurlaun og risa bónusa til að kaupa sér snekkjur, einkaflugvélar osvfr. Fjármunir sem hefði í raun átt að nota sem innistæðu fyrir trygginunni en trúin á það að ekkert myndi fara útskeiðis var það mikil að engin innistæða var fyrir þessum bréfum.

Loksins kom að skuldadögum. Fasteignamarkaðurinn og fyrirtæki tóku dýfu og fjárfestar vildu fá peningana sem fjármálafyrirtækin höfðu ákveðið að tryggja en þá voru engir peningar til staðar og því fór sem fór. Fyrst var það Bear Searns sem hrundi og sameinaðist JP Morgan Chase & Co, Leahman Brothers fór á hausinn og og AIG Þessum fyrritækjum var þá bjargað með peningum Bandarískra skattborgara og peningakallarnir sáu uppi með fullavasa fjár. Efnahagur Bandaríkjana fór í rúst og Evrópa fylgdi á eftir.

Íslensku bankarnir voru ekki undanskildir.

March 27 (Bloomberg) -- The cost of protecting Kaupthing Bank hf, Iceland’s biggest lender, and Glitnir Banki hf from default soared to distressed levels, according to traders of credit-default swaps.

Contracts on Reykjavik-based Kaupthing jumped to 1.5 million euros ($2.4 million) in advance and 500,000 euros a year to safeguard 10 million euros of debt from default for five years. Glitnir, the nation’s third-biggest bank, jumped to 1.65 million euros upfront and 500,000 euros a year, according to CMA Datavision. Contracts trade upfront when investors perceive a risk of imminent default.

``This is a very distressed level,” said Matthew Hegarty, a credit analyst at Barclays Capital in London. ``Credit spreads are implying there’s a chance of default over the next five years. Not a probability, but a real possibility.”

Credit-default swaps on the Icelandic banks are more than 10 times higher than the average for European lenders as the credit market freeze prompted investors to shun all but the safest assets. The banks, based in a nation of 300,000 with a $19 billion economy, have funded lending for acquisitions and other investments in Northern Europe by borrowing in the money market rather than by using customer deposits.

``We see no particular reason for this movement in the CDS,” said William Symington, Glitnir’s London-based head of funding. ``The fundamentals are fine and we have the liquidity we need.”

Kaupthing spokesman Jonas Sigurgeirsson wasn’t available to comment.

Abigail Moses


Talið er að 40-62.2 trilljónir bandaríkjadala séu útistandandi en engin virðist vita hversu há talan sé, né í hverju var veðjað því engar reglur voru gerðar og engin umsjón var með þessum bréfum."Frjálsi markaðurinn átti að sjá um sig sjálfur.

Warren Buffet kallaði þetta "financial weapons of mass destruction.

Stutt viðtal við Jim Rogers. Klár kall.

No comments: