Monday, October 27, 2008

Meira af Hitchens

Hér ræðir hann um nýjustu bók sína "God Is Not Great: How Religion Poisons Everything"



Pís.

Kappræður um tilvist guðs

Jæja meira af Christopher Hitchens. Hér koma kappræður á milli Hitchens og Shmuley Boteach. Boteach er rabbíi sem hefur áður átt í kappræðum við bæði Hitchens og Richard Dawkins. Ég hafði einstaklega gaman af þessum Kappræðum, bæði vegna þess að mér finnst ótrúlega gaman að hlusta á Hitchens, hann er einstaklega klár og þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.


Monday, October 20, 2008

Landsbanki í slæmum félagsskap

Veit ekki hvað er að mér en mér fannst þetta ógeðslega fyndið. Hvað er að þessu liði?

Landsbanki í slæmum félagsskap

Á heimasíðu breska fjármálaráðuneytisins er að finna upptalningu á þeim löndum og stofnunum sem nú sæta refsiaðgerðum á sviði fjármála frá hendi Breta. Á listanum má finna lönd eins og Súdan, Simbabve, Búrma, Norður-Kóreu, Lýðveldið Kongó... og Landsbankann.

Þar er Landsbankinn einnig á lista með al-kaída samtökunum og talíbönum.

Upptalninguna má sjá hér

mbl.is

Barack Obama

Flott myndband fyrir góðan málstað.



Obama '08 - Vote For Hope from MC Yogi on Vimeo.

Friday, October 17, 2008

Alþjóðabankinn, Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðaviðskiptastofnunin

Í framhaldi af umræðum í sambandi við hjálp frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum þá vil ég koma nokkrum myndum á framfæri. Mæli með tveimur myndböndum sem voru gerð um IMF


Mynd frá John Pilger sem fjallar um þessi mál.



Ræða Arundhati Roy



Hef sett þessa myndir inn á áður.

Zeitgeist: Addendum




Zeitgeist




World Bank Development Policy: 50 Years of Failure, Dr. Benjamin Powell

Monday, October 13, 2008

Talandi um Bill Ayres...

Hér kemur myndin The Weather Underground. Myndin fjallar um rótæk samtök sem voru stofnum 1969 til að mótmæla Víetnam stríðinu. Ég held að fæstir sem eru að tala um Ayres vita nokkuð um hann eða samtökin.

Það er hægt að túlka hryðjuverk á margan hátt. Þessi samtök voru ekki stofnuð til að valda mannskaða, heldur til að mótmæla þeim glæpum sem Bandaríkjastjórn stóð fyrir í Suðaustur Asíu. Því miður fórst einn ásamt nokkrum meðlimum samtakana þegar sprengja sprakk fyrr en áætlað var.

Það er langt síðan ég sá þessa mynd og man ekki hvernig hún var en mig minnir að hún hafi verið vel gerð og fræðandi.


Obama hryðjuverkamaður og arabi?

Þessi kosningabarátta í Bandaríkjunum verður bara fyndnari með hverjum deginum.
Repúblikanaflokkurinn samanstendur af þeim sem hafa hagsmundi að gæta (þeir ríku og voldugu) og þeirra sem vita ekki rassgat. Þessi frétt er um þá síðarnefndu.

Þetta William Ayres dæmi er bara eins og lélegur brandari og hvernig getur Obama verið Arabi. Býst við að hún hafi átt við að hann væri múslimi. Áhorfendur Fox gjöriði svo vel.

Wednesday, October 8, 2008

Zeitgeist: Addendum

Þetta er ekki beint framhald af umtöluðu heimildarmyndinni Zeigeist sem ég postaði hér ekki fyrir löngu, því aðrir hlutir eru tæklaðir í þessari mynd.

Það er farið víða við í myndinni. Allt efnið í myndinni tengist samt á einhvern hátt. Fyrst er fjallað um Seðlabanka Bandaríkjana og aðra þætti fjármálakerfisins í Bandaríkjunum. Eitthvað sem allir ættu að hafa áhuga á þessum tímum. Rætt er um Vexti, verðbólgu, kaptialisma, græðgi spillingu og öllu sem þvi fylgir. Einnig er fjallað um Rán á auðlindum þriðjaheimsríkja af Bandaríkjastjórn í samvinnu við Bandarískra stórfyrirtækja, misskiptingu auðlinda í heiminum, hryðjuverk, íraksstríðið, herinn, þrælavinnu, trú, fátækt, gróðurhúsaáhrif, tækni, hreina orkugjafa og margt fleira. Loks er fjallað um The venus project. Hópur fólks sem vill gera gríðalega rótækar breytingar á þessu "siðmenntaða" samfélagi sem við búum í.

Ég hef oft sagt að fólk verði að sjá hinar og þessar myndir en þetta er mynd sem ALLIR verða að sjá. Myndin er býsna vel gerð, umdeild, yndislega róttæk og umfram allt gríðalega skemmtileg og fræðandi.