Þetta er ekki beint framhald af umtöluðu heimildarmyndinni Zeigeist sem ég postaði hér ekki fyrir löngu, því aðrir hlutir eru tæklaðir í þessari mynd.
Það er farið víða við í myndinni. Allt efnið í myndinni tengist samt á einhvern hátt. Fyrst er fjallað um Seðlabanka Bandaríkjana og aðra þætti fjármálakerfisins í Bandaríkjunum. Eitthvað sem allir ættu að hafa áhuga á þessum tímum. Rætt er um Vexti, verðbólgu, kaptialisma, græðgi spillingu og öllu sem þvi fylgir. Einnig er fjallað um Rán á auðlindum þriðjaheimsríkja af Bandaríkjastjórn í samvinnu við Bandarískra stórfyrirtækja, misskiptingu auðlinda í heiminum, hryðjuverk, íraksstríðið, herinn, þrælavinnu, trú, fátækt, gróðurhúsaáhrif, tækni, hreina orkugjafa og margt fleira. Loks er fjallað um The venus project. Hópur fólks sem vill gera gríðalega rótækar breytingar á þessu "siðmenntaða" samfélagi sem við búum í.
Ég hef oft sagt að fólk verði að sjá hinar og þessar myndir en þetta er mynd sem ALLIR verða að sjá. Myndin er býsna vel gerð, umdeild, yndislega róttæk og umfram allt gríðalega skemmtileg og fræðandi.
Wednesday, October 8, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment