Mig langar til að benda á nokkrar myndir sem tengjast átökunum á milli Ísraels og Palestínu. Þeir sem láta sér næga að horfa á fréttir hér heima fá ekki nægar upplýsingar um hvað er í gangi. Ef þú horfir á fréttir í Bandaríkjunum þá færðu gríðalega hlutdrægar fréttir af þessu máli. Horfðu á þessar myndir og myndaðu þínar eigin skoðanir á þessu máli.
Heimildarmynd um þessi mál.
Önnur heimildarmynd gerð af frétta og kvikmyndagerðarmanninum John Pilger.
Ræða frá Edward Said um Hernám Ísraels í Palestínu.
Sunday, August 31, 2008
Saturday, August 30, 2008
Varaforsetaefni John McCain
McCain ákvað í vikunni að velja Söruh Palin sem varaforsetaefni sitt. Það verður að koma í ljóst hvort þetta sé gott útspil hjá McCain. Sarah er búinn að vera ríkisstjóri í 2 ár og þar áður var hún bæjarstjóri í 7000 manna bæ. Hún er mjög íhaldssöm, stangtrúuð, er fylgjandi byssueign og er á móti giftingu samkynheigðara. Hún er einnig á móti fóstureyðingum (þrátt fyrir að það tengist nauðgunum), stofnfrumurannsóknum, smokkanotkun og vill kenna sköpunarkenninguna í skólum, svo eitthvað sé nefnt. Semsagt "lún" í mínum bókum.
Þetta útspil er bæði til að ná þennan hóp íhaldssamra replúbikana sem hafa ekki staðið með McCain til þessa og einnig í þann stóra hóp kvenna sem stóð með Hillary og hefur ákveðið að kjósa ekki Obama. Þær virðast eingöngu vilja kjósa kvennmann. Litlu skiptir hvaða málefni hún stendur fyrir.
Það virðist ekki skipta neinu máli að John McCain þekkir hana bara alls ekki neitt, hann hefur hitt hana einu sinni og hringdi í hana til að bjóða henni útnefninguna. Að dæma á þessu myndbandi hér fyrir neðan þá virðist hún ekki hafa hugmynd um hvað starf varaforseta felur í sér.
Sarah Palin er fimm barna móðir, strangtrúuð og fyrrverandi fegurðardrottning. Ég vona innilega að kvennmenn í bandaríkjunum hópi sig ekki saman og kjósi hana vegna þessa en það gæti allt eins farið þannig. Ég er pínu hræddur ef þetta teymi kemst til valda.
Þetta útspil er bæði til að ná þennan hóp íhaldssamra replúbikana sem hafa ekki staðið með McCain til þessa og einnig í þann stóra hóp kvenna sem stóð með Hillary og hefur ákveðið að kjósa ekki Obama. Þær virðast eingöngu vilja kjósa kvennmann. Litlu skiptir hvaða málefni hún stendur fyrir.
Það virðist ekki skipta neinu máli að John McCain þekkir hana bara alls ekki neitt, hann hefur hitt hana einu sinni og hringdi í hana til að bjóða henni útnefninguna. Að dæma á þessu myndbandi hér fyrir neðan þá virðist hún ekki hafa hugmynd um hvað starf varaforseta felur í sér.
Sarah Palin er fimm barna móðir, strangtrúuð og fyrrverandi fegurðardrottning. Ég vona innilega að kvennmenn í bandaríkjunum hópi sig ekki saman og kjósi hana vegna þessa en það gæti allt eins farið þannig. Ég er pínu hræddur ef þetta teymi kemst til valda.
Friday, August 29, 2008
Dr. Ron Paul
Ron Paul er repúblikani sem bauð sig fram á þessu kjörtímabili. Hann fékk marga fylgjendur vegna skoðana hans um Íraksstríðið og utanríkismál almennt. Ég er sammála hans skoðunum í sambandi við utanríkismál en það það er lítið annað sem ég get verið sammála honum um.
Hann virðist vera vel lesinn og gerir sér grein að stefna bandaríkjamanna í utanríkismálum gerir það að verkum að það eru fleiri hryðjuverkamenn að fæðast á hverjum degi í miðausturlöndum nú en fyrir Íraksstríðið. Ástæðan fyrir að Bin Laden og Al Qaida réðist á bandaríkinn er vegna afskipta þeirra í miðausturlöndum og allar þessar herstöðvar þeirra í Múslimaríkjum og þá sérstaklega í Saudí Arabíu sem er heilagt land í augum múslima. Þú kemst ekki inn í Saudí nema þú sért múslimi eða þekkir ekki einhvern sem býr þar og fólk er að furða sig á því af hverju þeir eru reiðir. Kannski vilja þeir bara vera látnir í friði.
Nú hefur komið fram að George Bush vissi ekki einu sinni hvað Súnnítar og Sítar var áður en hann réðist inn í Írak. Hann vissi ekkert um miðausturlönd, hann vissi ekkert um Múslimatrú, maðurinn vissi bara ekki neitt.
Hann vissi bara að hann ætlaði að drepa alla hryðjuverkamenn, kála Hussein fyrir pabba sinn, koma á lýðræði í Írak, (Operation Iraqi Freedom :) Setja upp herstöð bara svona til að láta Múslima hata Bandaríkinn aðeins meira en þeir gera í dag og passa upp á olíuna. Já við megum ekki gleyma halliburton, stríðscompanyið sem Dick Cheney varaforseti bandaríkjana á hlut í. Hans hlutur í fyrirtækinu hefur hækkað um nokkur þúsund prósent eftir að stríðið fór í gang.
Það voru engin Gereyðingarvopn í Írak. Saddam var ekki tengdur Bin Landen eða Al Qaida. Þeir sem stóðu á bakvið árasina á Bandaríkin voru frá Egyptalandi, Saudí Arabíu og Sameinuðu arabísku fursadæmunum og fjármagnið kom frá Pakistan. Bandamenn Bandaríkjana Saudí Arabar fjármagna flesta hryðjuverkastarfsemi í heiminum.
...og svo margt margt fleira.
Hér er smá sketch af hinum almenna kjósenda í Bandaríkjunum og svo er fólk að undra sig á því að McCain sé jafn Obama í skoðanakönnunum.
Hér er Ron Paul Í Meet the press.
Hann virðist vera vel lesinn og gerir sér grein að stefna bandaríkjamanna í utanríkismálum gerir það að verkum að það eru fleiri hryðjuverkamenn að fæðast á hverjum degi í miðausturlöndum nú en fyrir Íraksstríðið. Ástæðan fyrir að Bin Laden og Al Qaida réðist á bandaríkinn er vegna afskipta þeirra í miðausturlöndum og allar þessar herstöðvar þeirra í Múslimaríkjum og þá sérstaklega í Saudí Arabíu sem er heilagt land í augum múslima. Þú kemst ekki inn í Saudí nema þú sért múslimi eða þekkir ekki einhvern sem býr þar og fólk er að furða sig á því af hverju þeir eru reiðir. Kannski vilja þeir bara vera látnir í friði.
Nú hefur komið fram að George Bush vissi ekki einu sinni hvað Súnnítar og Sítar var áður en hann réðist inn í Írak. Hann vissi ekkert um miðausturlönd, hann vissi ekkert um Múslimatrú, maðurinn vissi bara ekki neitt.
Hann vissi bara að hann ætlaði að drepa alla hryðjuverkamenn, kála Hussein fyrir pabba sinn, koma á lýðræði í Írak, (Operation Iraqi Freedom :) Setja upp herstöð bara svona til að láta Múslima hata Bandaríkinn aðeins meira en þeir gera í dag og passa upp á olíuna. Já við megum ekki gleyma halliburton, stríðscompanyið sem Dick Cheney varaforseti bandaríkjana á hlut í. Hans hlutur í fyrirtækinu hefur hækkað um nokkur þúsund prósent eftir að stríðið fór í gang.
Það voru engin Gereyðingarvopn í Írak. Saddam var ekki tengdur Bin Landen eða Al Qaida. Þeir sem stóðu á bakvið árasina á Bandaríkin voru frá Egyptalandi, Saudí Arabíu og Sameinuðu arabísku fursadæmunum og fjármagnið kom frá Pakistan. Bandamenn Bandaríkjana Saudí Arabar fjármagna flesta hryðjuverkastarfsemi í heiminum.
...og svo margt margt fleira.
Hér er smá sketch af hinum almenna kjósenda í Bandaríkjunum og svo er fólk að undra sig á því að McCain sé jafn Obama í skoðanakönnunum.
Hér er Ron Paul Í Meet the press.
New rule
Bill Maher er maður sem fólk annað hvort elskar eða hatar. Þessi maður segir hlutina nákvæmlega eins og þeir eru og er ekkert að skafa af því. Ég er sammála mörgu sem hann segir og það segir kannski eitthvað um mig því hann hefur afar umdeildar skoðanir, vægast sagt.
Hér eru nokkur brot úr þættinum hans Real time sem hann kallar New rule. Enjoy.
Hér eru nokkur brot úr þættinum hans Real time sem hann kallar New rule. Enjoy.
Wednesday, August 27, 2008
Um innrásina í Írak
Keith Olbermann talar um innrásina í írak og Bush. Reyndar talar hann ekki hversu margir Írakar hafa fallið í þessu stríði.
"In Iraq, there have been two scientifically rigorous cluster surveys conducted since the U.S.-led invasion in March 2003. The first, published in the prestigious British medical journal The Lancet (available in pdf), estimated that 100,000 excess Iraqi deaths had resulted from the invasion as of September 2004. The second survey, also published in The Lancet (available in pdf), updated that estimate through July 2006. Due to an escalating mortality rate, the researchers estimated that over 650,000 Iraqis had died who would not have died had the death rate remained at pre-invasion levels. Roughly 601,000 of those excess deaths were due to violence.
As with all statistical methods, the Lancet surveys come with a margin of error, as do opinion polls, for example. In the second survey, the researchers were 95 percent certain that there were between 426,000 and 794,000 excess violent deaths from March 2003 to July 2006. 601,000 is the most likely number of excess violent deaths. It is this number that our Estimator updates.
As of September 2007, a poll from the British polling firm Opinion Research Business contributed to our understanding of the Iraqi death toll, confirming the likelihood that over a million have died with an estimate of 1.2 million deaths."
www.justforeignpolicy.org
"In Iraq, there have been two scientifically rigorous cluster surveys conducted since the U.S.-led invasion in March 2003. The first, published in the prestigious British medical journal The Lancet (available in pdf), estimated that 100,000 excess Iraqi deaths had resulted from the invasion as of September 2004. The second survey, also published in The Lancet (available in pdf), updated that estimate through July 2006. Due to an escalating mortality rate, the researchers estimated that over 650,000 Iraqis had died who would not have died had the death rate remained at pre-invasion levels. Roughly 601,000 of those excess deaths were due to violence.
As with all statistical methods, the Lancet surveys come with a margin of error, as do opinion polls, for example. In the second survey, the researchers were 95 percent certain that there were between 426,000 and 794,000 excess violent deaths from March 2003 to July 2006. 601,000 is the most likely number of excess violent deaths. It is this number that our Estimator updates.
As of September 2007, a poll from the British polling firm Opinion Research Business contributed to our understanding of the Iraqi death toll, confirming the likelihood that over a million have died with an estimate of 1.2 million deaths."
www.justforeignpolicy.org
Wednesday, August 20, 2008
Fox news og Rupert Murdoch
Áróðurs miðlar er eitthvað sem hefur vakið áhuga hjá mér. Fox sjónvarpstöðin er besta dæmi um miðil sem hefur eitrað út frá sér og haft áhrif á margt sem nú er að í Bandarísku samfélagi, því margir Bandaríkjamenn horfa á þetta sem fréttaefni en ekki áróður og lygar.
Stöðin samanstendur af róttækum hægrisinnum sem hagræða sannleikanum í einu og öllu til að koma sínum pólitísku skoðunum á framfæri.
Hver man ekki eftir Slagorðinu hjá þeim þegar Bandaríkin voru að ráðast inn í Írak. "Operation Freedom" Gæti hugsamlega verið það fyndnasta sem ég hef heyrt.
Ætli það sé ekki um ár síðan ég fór að fylgjast með Fox og ég verð að segja að ég hef aldrei séð jafn mikið samansafn af fordómafullu og rugluðu fólki.
Hér er myndskeið Þar sem Rupert Murdoch eigandi Fox viðurkennir að hafa notað þá miðla sem hann á til að Styðja Innrásina í Írak. Síðan kemst Fox news upp með að nota slagorðið "Fair and balanced"
Hér er frábær ræða frá blaðamanninum John Pilger um fréttamennsku og áhrif þeirra.
Mynd eftir John Pilger, Breaking the Mirror (The Murdoch Effect)
Outfoxed. Heimildarmynd um Fox sjónvarpstöðina.
Bill O'reilly gæti verið ruglaðasti maður sem ég veit um. Þessi maður er með þátt á Fox sem heitir The O'reilly Factor.
Hér eru nokkur myndbrot með honum.
Sean hannity er líka einn af þessum klikkhausum á Fox sem á ekki að vera í sjónvarpi.
Að lokum frétt um ritskoðun á Fox.
Mikið af þessu efni tengist Íraksstríðinu á einn eða annan hátt. Í næstu færslu ætla ég að henda inn nokkrum heimildarmyndum um Íraksstríðið.
Góðar stundir
Stöðin samanstendur af róttækum hægrisinnum sem hagræða sannleikanum í einu og öllu til að koma sínum pólitísku skoðunum á framfæri.
Hver man ekki eftir Slagorðinu hjá þeim þegar Bandaríkin voru að ráðast inn í Írak. "Operation Freedom" Gæti hugsamlega verið það fyndnasta sem ég hef heyrt.
Ætli það sé ekki um ár síðan ég fór að fylgjast með Fox og ég verð að segja að ég hef aldrei séð jafn mikið samansafn af fordómafullu og rugluðu fólki.
Hér er myndskeið Þar sem Rupert Murdoch eigandi Fox viðurkennir að hafa notað þá miðla sem hann á til að Styðja Innrásina í Írak. Síðan kemst Fox news upp með að nota slagorðið "Fair and balanced"
Hér er frábær ræða frá blaðamanninum John Pilger um fréttamennsku og áhrif þeirra.
Mynd eftir John Pilger, Breaking the Mirror (The Murdoch Effect)
Outfoxed. Heimildarmynd um Fox sjónvarpstöðina.
Bill O'reilly gæti verið ruglaðasti maður sem ég veit um. Þessi maður er með þátt á Fox sem heitir The O'reilly Factor.
Hér eru nokkur myndbrot með honum.
Sean hannity er líka einn af þessum klikkhausum á Fox sem á ekki að vera í sjónvarpi.
Að lokum frétt um ritskoðun á Fox.
Mikið af þessu efni tengist Íraksstríðinu á einn eða annan hátt. Í næstu færslu ætla ég að henda inn nokkrum heimildarmyndum um Íraksstríðið.
Góðar stundir
Labels:
fox,
fréttir,
írak,
pólitík,
ruber murdoch
Tuesday, August 19, 2008
Miðlar og minni spámenn
Hefur þú látið spá fyrir þér eða farið til miðils? Margir trúa á þetta og þá helst fólk sem hefur látið reyna á þetta. Miðillinn kemur til með að veita einstaklingnum það mikla innsýn í þeirra upplifun á lífinu að ekki verður um villst að þetta er eitthvað yfirnáttúrulegt. Snillingurinn Derren Brown er á öðru máli enda virðist hann vita nákvæmlega hvernig þetta er gert.
Sunday, August 17, 2008
Origin of aids
Þessi mynd fjallar um uppruna HIV veirunnar. Flestir vita að veiran kemur frá simpönsum en það er yfirleitt það eina sem fólk veit um þessa skæðu veiru. Þessi umdeilda mynd reynir að gera grein fyrir uppruna veirunar og heldur því fram að vísindamenn hafi smitað mannfólk af veirunni þegar þeir gerðu tilraunir með bóluefni í Afríku.
Smelltu hér til að sjá myndina
Smelltu hér til að sjá myndina
Friday, August 15, 2008
Trúir þú á guð?
Zeitgeist
Þessi mynd fjallar um 3 mjög ólíka hluti. Fyrsti hluti myndarinnar fjallar um uppruna kristinnar trúar. Einstaklega áhugaverður og skemmtilegur hluti. Annar hluti fjallar um árasina á Bandaríkin 11. sept. 2001. Þriðji hlutinn fjallar um seðlabanka Bandaríkjana, verðbólgu, skattlagningar ofl.
Mynd sem allir ættu að horfa á. Sérstaklega fyrsta hlutann.
Í framhaldi af fyrsta hluta þessarar myndar vil ég bæta við nokkrum myndum.
Richard Dawkins skrifaði frábæra bók sem heitir The God Delusion. í framhaldinu
gerði hann heimildarmyndina The Root of All Evil? í samvinnu við Channel 4 í Bretlandi.
Fyrsti hluti.
Seinni hluti.
Hér er þáttur sem hann gerði um þróunarkenningu Darwins.
Viðtal við Dawkins.
Þessi mynd fjallar um "Jesús búðir" þar sem börn í Bandaríkjunum eru send í sumarbúðir þar sem þeim er kennd gildi kristinnar trúar.
Annar trúleysingi sem er alltaf gaman að er Christopher Hitchens sem skrifaði bókina God Is Not Great. Fáranlega klár og mjög umdeildur einstaklingur. Hann hefur samt skoðanir á öðrum hlutum sem ég get engan veginn verið sammála.
Annar trúleysingi sem ég held uppá er Bill Maher þáttastjórnandi Real Time sem sýndir eru á HBO. Hann gerði heimildarmyndina Religulous sem ég get ekki beðið eftir að sjá.
Hér er sketch úr þættinum Real Time.
Richard Dawkings hjá Bill Maher
Set inn meira um þetta efni ef mér dettur eitthvað í hug.
Þessi mynd fjallar um 3 mjög ólíka hluti. Fyrsti hluti myndarinnar fjallar um uppruna kristinnar trúar. Einstaklega áhugaverður og skemmtilegur hluti. Annar hluti fjallar um árasina á Bandaríkin 11. sept. 2001. Þriðji hlutinn fjallar um seðlabanka Bandaríkjana, verðbólgu, skattlagningar ofl.
Mynd sem allir ættu að horfa á. Sérstaklega fyrsta hlutann.
Í framhaldi af fyrsta hluta þessarar myndar vil ég bæta við nokkrum myndum.
Richard Dawkins skrifaði frábæra bók sem heitir The God Delusion. í framhaldinu
gerði hann heimildarmyndina The Root of All Evil? í samvinnu við Channel 4 í Bretlandi.
Fyrsti hluti.
Seinni hluti.
Hér er þáttur sem hann gerði um þróunarkenningu Darwins.
Viðtal við Dawkins.
Þessi mynd fjallar um "Jesús búðir" þar sem börn í Bandaríkjunum eru send í sumarbúðir þar sem þeim er kennd gildi kristinnar trúar.
Annar trúleysingi sem er alltaf gaman að er Christopher Hitchens sem skrifaði bókina God Is Not Great. Fáranlega klár og mjög umdeildur einstaklingur. Hann hefur samt skoðanir á öðrum hlutum sem ég get engan veginn verið sammála.
Annar trúleysingi sem ég held uppá er Bill Maher þáttastjórnandi Real Time sem sýndir eru á HBO. Hann gerði heimildarmyndina Religulous sem ég get ekki beðið eftir að sjá.
Hér er sketch úr þættinum Real Time.
Richard Dawkings hjá Bill Maher
Set inn meira um þetta efni ef mér dettur eitthvað í hug.
Thursday, August 14, 2008
Sweet misery
Þessi mynd fjallar um sætuefnið Aspartame sem er notað í matvörur eins og t.d diet gosdrykki og létt mjólkurvörur frá Mjólkursamsölunni, Extra tyggjó ásamt óteljandi öðrum matvörum sem seldar eru á íslandi. Sýnt er fram á að þetta efni getur valdið alls kyns sjúkdómum eins og m.a MS, heilaæxli og sykursýki. Einnig er fjallað um hvernig efnið komst á mjög vafasaman hátt í gengum Lyfja og matvælaeftirlit Bandaríkjana og Evrópu.
Mikið er deilt um skaðsemi þessa efnis en margar lögsóknir hafa nú verið háðar í bandaríkjunum vegna þessa.
Áhugavert hvernig hinn siðblindi Donald Rumsfeld fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjana kemur að þessu máli.
Hér er stutt fréttaskot sem greinir frá þessu máli.
"Eitt gott dæmi er efnið gelatín eða matarlím sem er m.a. notað í sælgæti, ís, jógúrt, smjör, niðursoðnar kjötvörur, pylsur, læknislyf og til að hleypa langflesta osta. Ekkert að því nema að 90% þess gelatíns sem framleitt er í dag er gert úr svínshúð þótt eitthvað af því sé gert úr beinum, liðamótum og sinum annara spendýra. Ég sem kaus fyrir fimm árum að hætta að neyta afurða dýra með dökkt kjöt er enn í dag að láta ofan í mig húð, bein og sinar þeirra dulbúið í formi osta, sælgætis ofl. Ekkert sérstaklega ánægjuleg tilhugsun."
Kjaftakind
Hvað ætli gyðingum og múslimum finnist um þetta?
Mikið er deilt um skaðsemi þessa efnis en margar lögsóknir hafa nú verið háðar í bandaríkjunum vegna þessa.
Áhugavert hvernig hinn siðblindi Donald Rumsfeld fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjana kemur að þessu máli.
Hér er stutt fréttaskot sem greinir frá þessu máli.
"Eitt gott dæmi er efnið gelatín eða matarlím sem er m.a. notað í sælgæti, ís, jógúrt, smjör, niðursoðnar kjötvörur, pylsur, læknislyf og til að hleypa langflesta osta. Ekkert að því nema að 90% þess gelatíns sem framleitt er í dag er gert úr svínshúð þótt eitthvað af því sé gert úr beinum, liðamótum og sinum annara spendýra. Ég sem kaus fyrir fimm árum að hætta að neyta afurða dýra með dökkt kjöt er enn í dag að láta ofan í mig húð, bein og sinar þeirra dulbúið í formi osta, sælgætis ofl. Ekkert sérstaklega ánægjuleg tilhugsun."
Kjaftakind
Hvað ætli gyðingum og múslimum finnist um þetta?
Wednesday, August 13, 2008
War on democracy
Þessi Mynd fjallar um Hvernig Bandaríkjamenn hafa síðastliðinn 50 ár unnið að því að steypa af stóli lýðræðiskjörnum forsetum í Suður-Ameríku til koma einræðisherrum til valda með því markmiði að koma á "lýðræði" og þeirra kapítalísku hugsjónum að.
Bandaríkjastjórn sendi svokölluðu Chicago boys undir stjórn Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði Milton Friedman til þessara ríkja til að kenna þeim hvernig þeir ættu að stjórna landinu. Á meðan voru menn á vegum einræðisherra þessara ríkja sendir til Bandaríkjana og undir stjórn CIA kennt að pynta þá sem höfðu aðrar skoðanir á því
hvernig landinu ætti að vera stjórnað.
Fjallað er um Chile, Boliviu, Argentinu og fleiri lönd en aðalega er þó Valenzuela og þegar hagsmunahópar ásamt CIA reyna að steypa Hugo Chavez af stóli.
Þessi mynd er eftir frétta og heimildargerðarmanninn John Pilger, sem hefur m.a unnið Emmy fyrir heimildarmyndina, Palestine Is Still The Issue.
Ef þér finnst þessi mynd áhugaverð þá mæli ég með bókinni The Shock Doctrine eftir Naomi Klein.
Hér er brot af stuttmynd sem hún gerði út frá bókinni.
Bandaríkjastjórn sendi svokölluðu Chicago boys undir stjórn Nóbelsverðlaunahafans í hagfræði Milton Friedman til þessara ríkja til að kenna þeim hvernig þeir ættu að stjórna landinu. Á meðan voru menn á vegum einræðisherra þessara ríkja sendir til Bandaríkjana og undir stjórn CIA kennt að pynta þá sem höfðu aðrar skoðanir á því
hvernig landinu ætti að vera stjórnað.
Fjallað er um Chile, Boliviu, Argentinu og fleiri lönd en aðalega er þó Valenzuela og þegar hagsmunahópar ásamt CIA reyna að steypa Hugo Chavez af stóli.
Þessi mynd er eftir frétta og heimildargerðarmanninn John Pilger, sem hefur m.a unnið Emmy fyrir heimildarmyndina, Palestine Is Still The Issue.
Ef þér finnst þessi mynd áhugaverð þá mæli ég með bókinni The Shock Doctrine eftir Naomi Klein.
Hér er brot af stuttmynd sem hún gerði út frá bókinni.
Labels:
chicago boys,
hugo Chavez,
john pilger,
pólitík
Subscribe to:
Posts (Atom)