McCain ákvað í vikunni að velja Söruh Palin sem varaforsetaefni sitt. Það verður að koma í ljóst hvort þetta sé gott útspil hjá McCain. Sarah er búinn að vera ríkisstjóri í 2 ár og þar áður var hún bæjarstjóri í 7000 manna bæ. Hún er mjög íhaldssöm, stangtrúuð, er fylgjandi byssueign og er á móti giftingu samkynheigðara. Hún er einnig á móti fóstureyðingum (þrátt fyrir að það tengist nauðgunum), stofnfrumurannsóknum, smokkanotkun og vill kenna sköpunarkenninguna í skólum, svo eitthvað sé nefnt. Semsagt "lún" í mínum bókum.
Þetta útspil er bæði til að ná þennan hóp íhaldssamra replúbikana sem hafa ekki staðið með McCain til þessa og einnig í þann stóra hóp kvenna sem stóð með Hillary og hefur ákveðið að kjósa ekki Obama. Þær virðast eingöngu vilja kjósa kvennmann. Litlu skiptir hvaða málefni hún stendur fyrir.
Það virðist ekki skipta neinu máli að John McCain þekkir hana bara alls ekki neitt, hann hefur hitt hana einu sinni og hringdi í hana til að bjóða henni útnefninguna. Að dæma á þessu myndbandi hér fyrir neðan þá virðist hún ekki hafa hugmynd um hvað starf varaforseta felur í sér.
Sarah Palin er fimm barna móðir, strangtrúuð og fyrrverandi fegurðardrottning. Ég vona innilega að kvennmenn í bandaríkjunum hópi sig ekki saman og kjósi hana vegna þessa en það gæti allt eins farið þannig. Ég er pínu hræddur ef þetta teymi kemst til valda.
Saturday, August 30, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment