Áróðurs miðlar er eitthvað sem hefur vakið áhuga hjá mér. Fox sjónvarpstöðin er besta dæmi um miðil sem hefur eitrað út frá sér og haft áhrif á margt sem nú er að í Bandarísku samfélagi, því margir Bandaríkjamenn horfa á þetta sem fréttaefni en ekki áróður og lygar.
Stöðin samanstendur af róttækum hægrisinnum sem hagræða sannleikanum í einu og öllu til að koma sínum pólitísku skoðunum á framfæri.
Hver man ekki eftir Slagorðinu hjá þeim þegar Bandaríkin voru að ráðast inn í Írak. "Operation Freedom" Gæti hugsamlega verið það fyndnasta sem ég hef heyrt.
Ætli það sé ekki um ár síðan ég fór að fylgjast með Fox og ég verð að segja að ég hef aldrei séð jafn mikið samansafn af fordómafullu og rugluðu fólki.
Hér er myndskeið Þar sem Rupert Murdoch eigandi Fox viðurkennir að hafa notað þá miðla sem hann á til að Styðja Innrásina í Írak. Síðan kemst Fox news upp með að nota slagorðið "Fair and balanced"
Hér er frábær ræða frá blaðamanninum John Pilger um fréttamennsku og áhrif þeirra.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment