Ron Paul er repúblikani sem bauð sig fram á þessu kjörtímabili. Hann fékk marga fylgjendur vegna skoðana hans um Íraksstríðið og utanríkismál almennt. Ég er sammála hans skoðunum í sambandi við utanríkismál en það það er lítið annað sem ég get verið sammála honum um.
Hann virðist vera vel lesinn og gerir sér grein að stefna bandaríkjamanna í utanríkismálum gerir það að verkum að það eru fleiri hryðjuverkamenn að fæðast á hverjum degi í miðausturlöndum nú en fyrir Íraksstríðið. Ástæðan fyrir að Bin Laden og Al Qaida réðist á bandaríkinn er vegna afskipta þeirra í miðausturlöndum og allar þessar herstöðvar þeirra í Múslimaríkjum og þá sérstaklega í Saudí Arabíu sem er heilagt land í augum múslima. Þú kemst ekki inn í Saudí nema þú sért múslimi eða þekkir ekki einhvern sem býr þar og fólk er að furða sig á því af hverju þeir eru reiðir. Kannski vilja þeir bara vera látnir í friði.
Nú hefur komið fram að George Bush vissi ekki einu sinni hvað Súnnítar og Sítar var áður en hann réðist inn í Írak. Hann vissi ekkert um miðausturlönd, hann vissi ekkert um Múslimatrú, maðurinn vissi bara ekki neitt.
Hann vissi bara að hann ætlaði að drepa alla hryðjuverkamenn, kála Hussein fyrir pabba sinn, koma á lýðræði í Írak, (Operation Iraqi Freedom :) Setja upp herstöð bara svona til að láta Múslima hata Bandaríkinn aðeins meira en þeir gera í dag og passa upp á olíuna. Já við megum ekki gleyma halliburton, stríðscompanyið sem Dick Cheney varaforseti bandaríkjana á hlut í. Hans hlutur í fyrirtækinu hefur hækkað um nokkur þúsund prósent eftir að stríðið fór í gang.
Það voru engin Gereyðingarvopn í Írak. Saddam var ekki tengdur Bin Landen eða Al Qaida. Þeir sem stóðu á bakvið árasina á Bandaríkin voru frá Egyptalandi, Saudí Arabíu og Sameinuðu arabísku fursadæmunum og fjármagnið kom frá Pakistan. Bandamenn Bandaríkjana Saudí Arabar fjármagna flesta hryðjuverkastarfsemi í heiminum.
...og svo margt margt fleira.
Hér er smá sketch af hinum almenna kjósenda í Bandaríkjunum og svo er fólk að undra sig á því að McCain sé jafn Obama í skoðanakönnunum.
Hér er Ron Paul Í Meet the press.
Friday, August 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment