Friday, August 15, 2008

Trúir þú á guð?

Zeitgeist
Þessi mynd fjallar um 3 mjög ólíka hluti. Fyrsti hluti myndarinnar fjallar um uppruna kristinnar trúar. Einstaklega áhugaverður og skemmtilegur hluti. Annar hluti fjallar um árasina á Bandaríkin 11. sept. 2001. Þriðji hlutinn fjallar um seðlabanka Bandaríkjana, verðbólgu, skattlagningar ofl.

Mynd sem allir ættu að horfa á. Sérstaklega fyrsta hlutann.



Í framhaldi af fyrsta hluta þessarar myndar vil ég bæta við nokkrum myndum.
Richard Dawkins skrifaði frábæra bók sem heitir The God Delusion. í framhaldinu
gerði hann heimildarmyndina The Root of All Evil? í samvinnu við Channel 4 í Bretlandi.

Fyrsti hluti.



Seinni hluti.



Hér er þáttur sem hann gerði um þróunarkenningu Darwins.



Viðtal við Dawkins.



Þessi mynd fjallar um "Jesús búðir" þar sem börn í Bandaríkjunum eru send í sumarbúðir þar sem þeim er kennd gildi kristinnar trúar.



Annar trúleysingi sem er alltaf gaman að er Christopher Hitchens sem skrifaði bókina God Is Not Great. Fáranlega klár og mjög umdeildur einstaklingur. Hann hefur samt skoðanir á öðrum hlutum sem ég get engan veginn verið sammála.




Annar trúleysingi sem ég held uppá er Bill Maher þáttastjórnandi Real Time sem sýndir eru á HBO. Hann gerði heimildarmyndina Religulous sem ég get ekki beðið eftir að sjá.




Hér er sketch úr þættinum Real Time.



Richard Dawkings hjá Bill Maher



Set inn meira um þetta efni ef mér dettur eitthvað í hug.

No comments: